Ég fékk vél frá Elko í dag Premium pakkan. Með heni fékk ég mér Project Gotham3, Kameo, Condemed og Perfect Dark: Zero. Er með 5.1 heimabíó heima sem ég tengi vélina við með optical kappli og síðan er ég með
http://www.samsung.com/uk/products/television/tftlcd/le32r41bdxxeu.asp?page=Specifications sem ég fékk í Ormsson á 180k. Er að keyra vélina á 720p sem er native upplausn vélarinnar og það er yndislegt að horfa á skjáinn

Guð sé lof að ég fékk mér almennilegt HDTV sjónvarp. Svona á að upplifa þetta. Fékk mér svona ofan á þetta play-charge pakkann svo maður lendir aldrei í að rafhlaðan klárist þegar maður í online leik

Maður getur ekki annað enn hrósað Elko fyrir að hafa skákað BT hressilega. Ég er að meina það 2stk Premium, þvílík þvæla. Stóð þarna frá hálf 9 í skítakulda bara til að fá ekki vél. Við vorum 3 sem vorum frá upphafi og ég var of slow

Enn til allra lukku reddaði Eleko mér. Nennti ekki einu sinni að fá verðverndina þeirra. Tók samt aukatryggingu til öryggis
